Jáááááááááááááááááááá

stórkostlegur baráttusigur, stelpurnar okkar voru snælduvitlausar og unnu 15-12.....


2 tímar í leik..

 stelpurnar eru staðráðnar að vinna leik á þessu móti, vonandi á eftir !

Getraun dagsins hvort er strákaherbergi og hvort stelpuherbergi ?

strákar

stelpur


Allar vaknaðar...

SUC59915 hressar og kátar, búnar að borða morgunmat, afslöppun fram til 11, tökum síðan rútuna á leikinn sem hefst kl 13, erum ca 15 mín með rútunni, eigum síðan annan leik kl 18 í dag.  Stelpurnar ætla að halda áfram að gera sitt besta.

Andrea á afmæli í dag, búið að syngja afmælissönginn, fyndið en pabbi hennar og mamma hringdu um leið og við vorum að byrja að syngja Smile


stelpurnar komnar í háttinn..

..SUC59851þreyttar, sáttar, saddar og spenntar fyrir átökum morgundagsins, síðan verður náttúrlega afmælisveisla líka.


Bensínlausar á Lundby Strand..

 SUC59906

Við því var að búast að orku þryti eftir 3 gríðarlega erfiða leiki, höfum ekki sömu breiddina og önnur lið og því fór sem fór, 25-16 tap, viljinn var til staðar en líkaminn gat ekki framkvæmt það sem viljinn fyrirskipaði.

Súrt og sárt, kannski en þó ekki, handboltinn er harður heimur, stelpurnar hafa sýnt það og margsannað að það vantar herslumuninn til að ná að taka stig af bestu liðum heimsins.

Við erum að rifna úr stolti, stelpurnar hafa allar verið foreldrum sínum frábær vitnisburður, þvílíkur stelpur.

Gleymum ekki Basta, karluglann er í hverjum einasta leik að ná því besta úr öllum stelpunum, nær alltaf að peppa þær upp fyrir leiki og hrósa þeim eftir þá, frábært.

Þrír leikir eftir í mótinu, spilum við hin liðin sem lentu í 5.sæti í sínum riðlum, stelpurnar ætla sér að bæta árangur íslenskra stelpuliða sem hafa hingað til yfirleitt lent í neðsta eða næstneðsta sæti.  Við erum sannfærðir um að þeim takist það.

 


Tap en þó sigur !

SUC59901

 Vá maður, þvílíkur leikur á móti viðbjóðslega sterku dönsku liði, við héldum að stelpurnar ættu ekki meira inni en þær fundu einhverja aukaorku og nýttu hana áðan, en það dugði ekki til sigurs, því miður.  Þær gengu samt allar stoltar af velli, þær gerðu sitt besta hvorki meira né minna.  Basti var fullur lotningar eftir leik, átti varla orð til að lýsa baráttuviljanum. 

Nú er verið að borða rúnstykki og ávexti, síðan smá hvíld áður en farið verður í síðasta leikinn.

Já leikurinn endaði 15-11.  Stelpurnar komust næst í 10-9 en þá var þrekið farið að þrjóta og þær dönsku gengu á lagið.

Stutt í næst leik, stelpurnar allar uppá sitt besta.  Meira í kvöld, Wink


Myndir !

SUC59882Búinn að setja inn slatta af myndum í myndalbúm.  Erum farnar út í íþróttahús, meira seinna í dag.Smile

Heia Sverige !

SUC59890 Vaknað 08:30 í morgun, fresh fresh, beint í morgunmat, brauð, skinka, ostur, súrmjólk og musli.  Hádegismat nýlokið, svikinn héri og kartöflumús, allar stelpurnar sprækar, töff leikir framundan í dag, náum að horfa á strákana okkar þar sem þeir eiga leik í sömu höll og við klukkutíma á undan okkur.

Allar stelpurnar hafa sofið vel þrátt fyrir hrotukeppni Basta og Brynjars.

Aðstæður ágætar, svipað og heima, erum með eina skólastofu fyrir okkur, strákarnir í næstu stofu við hliðina. Urðum að læsa stofunni okkar í gærkvöldi vegna þess að strákarnir breyttust í ótrúlega herramenn þegar þeir fundu pizzulyktina og vildu allt fyrir stelpurnar gera.


Allar sáttar og ánægðar

Vegna þess að það er hrikalega gaman og að vita að maður hefur gefið ALLT í leikina. Bara erfiðir leikir eftir og það er gott. Stelpurnar biðja að heilsa. Já og vel á minnst,engin stelpnanna hefur minnst á H&M

Nú verður..

Pöntuð pizza og reynt að gleyma ótrúlega svekkjandi 22-21 tapi þar sem við leiddum allan leikinn utan síðustu 40 sekúndurnar

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband