Bikarkeppnin Eyjum !

Stelpurnar okkar mæta ÍBV í 16 liða úrslitum bikarkeppni HSÍ í Eyjum 17.des.  Ljóst að um erfiðan leik verður að ræða þrátt fyrir að stelpurnar hafi unnið ÍBV örugglega í deild um daginn. 

ÍBV lið eru alltaf erfið heim að sækja og verða stelpurnar að vera klárar í slaginn frá fyrstu mínútu ætli þær sér að vinna leikinn og eiga möguleika á að verja Bikarmeistaratitil sinn.

Leikurinn hefst kl 14:30.

Flogið verður með flugfélaginu Erni frá Reykjavík, lagt af stað kl 10:30 og síðan flug heim að leik loknum kl 18:15.

Þetta er hópurinn sem fer með:

Katrín
Andrea
Elena
Helga
Hulda
Harpa
Þuríður
Dagmar
Thelma
          Auk Basta þjálfara fer Magnús Matt með sem liðsstjóri og sérlegur sérfræðingur í hátterni og samskiptasiðum hinna innfæddu.


Lið á Norden Cup

19 lið eru skráð til leiks hjá ´97 stelpunum en það er jafnframt fjölmennasti hópurinn á Norden Cup .  Ekki er enn búið að raða í riðla en það verður gert þegar endanlegur þátttökulisti liggur fyrir. 

Í hverjum riðli verða 4 lið, tvö efstu liðin fara í milliriðil þar sem spilaður er einn leikur, sigurvegari hans fer í leiki um 1.-4. sæti mótsins en þeir sem tapa í milliriðli spila um 5.-8 sæti.

Hver leikur er 2x 20 mín.

Verði lið jöfn að stigum í riðlakeppni gildir fyrst markamunur, síðan fjöldi marka, síðan innbyrðis viðureign, nú ef enn er jafnt ræður hlutkesti.

 

 

 

 


Ullmax í Tíbrá !

Í kvöld fimmtudagskvöld kl 19-21 verður kynning, sala og afhending á vörum frá Ullmax.

Salan á  þesum vörum er ein helsta fjáröflun stelpnanna í 4.flokki vegna ferðar þeirra á Norden Cup.

Óhætt er að hvetja alla til að líta við í Tíbrá í kvöld og skoða og kaupa einstaklega vandaðar ullar-og útivistarvörur

Nánari upplýsingar um vöruna: http://www.ullmax.is/index.asp


Sjoppan...

Rekstur sjoppunar gengur með ágætum, við reynum að hafa hana opna á sem flestum leikjum.  Í gær fóru fram 3 leikir í Vallaskóla og í dag 2.  Stelpurnar hafa skipt vöktum bróðurlega á milli sína og staðið sig frábærlega.

Rétt er að árétta að allur hagnaður sem kemur úr sjoppunni rennur í ferðasjóð vegna Partille Cup næsta sumar, því munu núna koma inn 4 stelpur fæddar 1996 og taka þátt í rekstrinum.

Magnús Matt og Brynjar sjá um sjoppuna og raða stelpum á leiki.

Að lokum má geta þess að b liðið var að spila við FH í dag og unnu þær frábæran sigur gegn lærisveinum Loga Geirs úr Hafnarfirðinum.


Ný síða!

Þá er komin í loftið bloggsíða fyrir stelpurnar okkar.  Hér verður reynt að koma með nýjustu fréttir af þeim, fréttir af fjáröflunum, upplýsingar um það hvenær hver á að vinna í sjoppuni og að sjálfsögðu allar upplýsingar um Norden Cup og allt yfirleitt bara allt sem viðkemur þeim og handboltanum.

Hvet alla til að vera virka í umræðunni, og kíkja reglulega inná síðuna enda að mörgu leiti betra að nota bloggsíðu freka en endalaust að vera að senda tölvupósta.

Síðan verður síðan að sjálfsögðu notuð mikið þegar stelpurnar verða að keppa á Norden Cup á milli jóla og nýárs.  Þá verður reynt að senda alltaf nýjustu fréttirnar til allra þeirra sem heima bíða spenntir !

Vona að allir hafa gagn og gaman af.

   UMFS kveðja Magnús Matt.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband