Færsluflokkur: Bloggar
Gistingin..
23.12.2011 | 20:26
Þá er komið á hreint hvar við gistum, það er í menntaskóla sem heitir í höfuðið á öðrum markmanni okkar eða Katrinelundsgymnasiet. Þetta hentar okkur ágætlega tiltölulega stutt á 3 leiki í riðlakeppninni og mjög stutt á einn, en verðum samt að taka strætó á leikina eins og reiknað var með.
Við verðum í stofu 314 og Selfoss strákarnir í stofu 313. Hin íslensku liðin verða einnig í sama skóla.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nesti á ferðalaginu.
22.12.2011 | 23:42
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Brottför kl. 04:15
22.12.2011 | 23:08
Við fáum aðeins minni svefn nóttina fyrir brottför til Keflavíkur þar sem við þurfum að leggja af stað kl 04:15 frá Selfossi en ekki hálftíma síðar eins og fram hafði komið, ástæðan er sú að skipuleggjandi ferðarinnar hjá Vita ferðum vill að við séum mætt til Keflavíkur 2 klukkustundum fyrir brottför.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mótsblað, peysur ofl..
21.12.2011 | 23:39
Hér er hlekkur http://issuu.com/tidningenbk/docs/bilaga_dec_2011/1á mótsblaðið, þar eru ýmsar gagnlegar upplýsingar eins og leikjaplan, keppnisstaðir, gististaðir, matseðlar og margt fleira gagnlegt.
Hér má sjá mynd af bolunum sem við fáum í Gautaborg http://nordencup.hemsida24.se/cuptröjor-1555631
Síðan fáum við hettupeysurnar á Þorláksmessu, þær verður hægt að nálgast heima hjá Guðfinnu og kostar stykkið 4.100.- kr.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Keppnisreglur á Norden Cup
21.12.2011 | 19:36
Hér koma reglurnar sem keppt er eftir á Norden Cup.
Ekkert öðruvísi en við eigum að venjast enda handbolti eins allstaðar.
Stelpurnar koma til með að spila 6 leiki á mótinu, hver leikur er 2x20 mín.
Þær eru í 5 liða riðli, tvö efstu liðin fara í keppni um sæti 1-8, hin liðin spila um sæti 9-20.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sex dagar í SVERIGE !
20.12.2011 | 23:42
Styttist óðfluga í ferðina, aðeins sex dagar til stefnu, allar ættu að vera komnir með farmiða sem voru sendir í tölvupósti í dag og búnar að kaupa sólarvörn
Minni á að athuga hvort vegabréf séu ekki örugglega í gildi og einnig að athuga með sjúkratryggingarkortið: https://huld.tr.is/ehic/index.jsp
Gott er að gera tékklista yfir það sem maður ætlar að taka með sér.
Hér er heimasíða mótsins: http://nordencup.hemsida24.se/
Einnig væri ágætt ef foreldrar myndu láta fararstjóra vita ef það er eitthvað sem þeir ættu að hafa í huga, eða kannski eitthvað sem þeir eru að gleyma ;)
Bloggar | Breytt 21.12.2011 kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úr leik í Eyjum
17.12.2011 | 21:05
Stelpurnar okkar urðu að sætta sig við þriggja marka 19-16 tap í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar í Eyjum í dag. Þótt sárt sé að tapa verður að viðurkennast að ÍBV áttu sigurinn svo sannarlega skilinn, þær börðust frá fyrstu mínútu og voru staðráðnar að hefna allra þeirra ófara sem þær hafa lent í gegn stelpunum okkar á undanförnum árum.
Þótt stelpurnar hafi reynt sitt besta var það langt frá því að duga gegn baráttuglöðu liði Eyjastúlkna, skotnýting var arfaslök, varnar- og sóknarleikur ómarkviss og markvarslan nokkuð langt frá því sem við eigum að venjast.
Þessi leikur ætti að verða stelpunum holl lexía, það er nefnilega ekkert gefið í handbolta, það þarf alltaf að berjast og hafa fyrir hlutunum og aldrei má vanmeta andstæðinginn, aldrei.
Stelpurnar verða nokkuð fljótar að jafna sig eftir tapið og munu án efa draga sinn lærdóm, spýta í lófa og gera betur næst.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ÍBV vs Selfoss.....uppfært!
15.12.2011 | 17:02
Hér er ferðaáætlunin vegna leiks okkar við ÍBV í bikarnum á laugardag.
Mæting við Íþróttahús Vallaskóla kl 10:00, raðað í bíla til Reykjavíkur, Magnús M, Magnús T og Basti verða á bílum. Síðan þegar við lendum í Reykjavík kl 18:45 eftir leik verða Magnús Matt og Basti á bílum, Elena verður eftir í Reykjavík og því fara 4 með Magnúsi og 4 með Basta heim á Selfoss.
Flogið frá Reykjavík með Flugfélaginu Erni kl 11.45.
Leikurinn er kl 14:30
Flogið til baka kl 18:15
Greiða skal 5000.- kr inná reikning 582-26-765, kt 130765-5489 (Magnús Matthíasson) vegna flugsins.
Hópurinn sem fer:
Katrín Ósk
Andrea Vigdís
Elena
Helga Rún
Hulda Dís
Harpa Sólveig
Þuríður
Dagmar
Thelma Björk
Sebastian fer að sjálfsögðu með stelpunum og Magnús Matt fer einnig með, sem túlkur.
Bloggar | Breytt 16.12.2011 kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Selfoss-Keflavík-Kaupmannahöfn-Gautaborg
13.12.2011 | 20:37
Hér að neðan er ferðaáætlunin, sú breyting hefur orðið að í stað þess að fara með lest frá Kaupmannahöfn til Gautaborgar förum við með rútu ásamt Selfoss strákunum og hálfu Fylkisliðinu, hinn helmingur Fylkisliðsins fer ásamt FH með lest. Þessi breyting er náttúrulega bara af hinu góða fyrir okkur og mun spara okkur burð á töskum og önnur óþægindi.
Ferðaáætlun á Norden Cup 201126 des 2011
Kl 04.45 Brottför með rútu frá íþróttahúsi Vallaskóla
Kl 08.00 flug FI 204 brottför frá Keflavík til Kaupmannahafnar
Kl 12.00 lending í Kaupmannahöfn
Kl 13.15 brottför fyrir þá sem fara í rútunni Gautaborgar (bæði Selfoss liðin og hluti úr Fylki 14 stk)
Kl 13.46 brottför fyrir þá sem fara með lest frá Kastrup með lest til Gautaborgar (FH 17 stk og hluti úr Fylki 7 stk + Sverrir)
Kl 17.17 komutími í Centralstöðina í Gautaborg
Kl 18.00 komið í skólagistinguna (báðir hópar)
Kl 21.00 fararstjórafundur með Sverri í lobbýinu á Scandic Opalen
Hér þurfum við að sjá um fæði sjálf
27 des
Kl 8-9.00 morgunmatur í skólanum
Kvöldmatur
leikir samkv leikjaplani hefst
28 des
Morgunmatur í skólanum
Hádegismatur
Kvöldmatur
Leikir samkvæmt leikjaplani
29 des
Morgunmatur
Hádegismatur
Kvöldmatur
Leikir samkvæmt leikjaplani
30 des
Morgunmatur
Leikir samkvæmt leikjaplani
Eftir morgunmatin þurfum við að sjá okkur sjálf fyrir fæði þennan síðasta dag, förum líklega út að borða öll saman
31 des
Kl 06.30 brottför fyrir þá sem fara í rútunni til Köben (bæði Selfoss liðin og hluti úr Fylki 14 stk)
Kl 07.42 brottför frá Centralstöðinni í Gautaborg
Kl 11.13 komutími á Kastrup (báðir hópar)
Kl 13.20 flug FI 205 brottför til Islands með Icelandair
Kl 15.30 lent á Keflavíkurflugvelli
Við þurfum að sjá okkur alfarið fyrir fæði þennan síðasta dag, fararstjórar sjá um það.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Styttist í Svíþjóð !
11.12.2011 | 21:13
Rétt rúmar 2 vikur þangað til við leggjum í hann. Fjáraflanir hafa gengið vel og hafa stelpurnar staðið sig eins og hetjur, og mömmur og pabbar þeirra líka
Nú er verið að athuga með rútu til Keflavíkur sem yrði þá sameiginlega með strákunum sem eru jú líka að fara til Svíþjóðar enda Íslandsmeistarar eins og stelpurnar.
Búið er að draga í riðla og lenda stelpurnar í 5 liða riðli með tveimur liðum frá Svíþjóð einu frá Noregi og einu frá Danmörku. Leikjaplanið er komið á heimasíðu mótsins og er svona:
27.12 kl 15:00 Selfoss-Torslanda HK
27.12 kl 20:00 Selfoss-HK Tyrold
28.12 kl 14:00 Selfoss-Rödekro IF
28.12 kl 19:00 Selfoss-Oppsal
Heimasiða Norden Cup: http://nordencup.hemsida24.se/
Til gamans má geta þess að það verða kjötbollur með makkarónum í kvöldmat hinn 27.des en þær sem vilja geta einnig fengið grænmetispönnurétt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)