Styttist í Svíþjóð !
11.12.2011 | 21:13
Rétt rúmar 2 vikur þangað til við leggjum í hann. Fjáraflanir hafa gengið vel og hafa stelpurnar staðið sig eins og hetjur, og mömmur og pabbar þeirra líka
Nú er verið að athuga með rútu til Keflavíkur sem yrði þá sameiginlega með strákunum sem eru jú líka að fara til Svíþjóðar enda Íslandsmeistarar eins og stelpurnar.
Búið er að draga í riðla og lenda stelpurnar í 5 liða riðli með tveimur liðum frá Svíþjóð einu frá Noregi og einu frá Danmörku. Leikjaplanið er komið á heimasíðu mótsins og er svona:
27.12 kl 15:00 Selfoss-Torslanda HK
27.12 kl 20:00 Selfoss-HK Tyrold
28.12 kl 14:00 Selfoss-Rödekro IF
28.12 kl 19:00 Selfoss-Oppsal
Heimasiða Norden Cup: http://nordencup.hemsida24.se/
Til gamans má geta þess að það verða kjötbollur með makkarónum í kvöldmat hinn 27.des en þær sem vilja geta einnig fengið grænmetispönnurétt
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.