Svaka stuð í Gautaborg

Jæja þá erum við komin í hús í Gautaborg, allar stelpurnar búnar að koma sér fyrir, við erum líka búin að fara í smá skoðunarferð um bæinn, fengum okkur að borða og keyptum helling af ávöxtum og öðrum orkugjöfum.

Ferðalagið gekk mjög vel og var góð stemning alla leiðina og stelpurnar í alla staði til fyrirmyndar.

Við Brynjar vorum rétt í þessu á fararstjórafundi, ég fékk að fara í tölvuna hjá Sverri sem er yfirskipuleggjari, til að skrifa þessa færslu, von er á betra netsambandi á morgun.

Stelpurnar eru orðnar mjög spenntar fyrir leikjunum á morgun, við vitum að allir leikir verða erfiðir og því held ég að best sé að stilla væntingum í hóf.

Stelpurnar senda kærar kveðjur til allra, meira á morgun.

  Áfram Selfoss !

SmileSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að heyra :)) greinilega mikið að gera, ekki séns að ná símasambandi við fólk :// hahaha Vonandi verður nóttin ykkur góð og allir vakna í svaka stuði fyrir leikina :)

Elín Eir (IP-tala skráð) 26.12.2011 kl. 22:14

2 identicon

gott að þið eruð komin á leiðarenda svo er bara að vera í stuði fyrir leikina á morgun ÁFRAM SELFOSS  gangi ykkur vel á morgun og góða skemmtun kveðja solla

SÓLVEIG GUÐJÓNSDÓTTIR (IP-tala skráð) 26.12.2011 kl. 22:33

3 identicon

Gott að heyra að allt gekk vel. Vitum allt um það hvað þessar stelpur eru frábærar :) við erum jafnspennt fyrir leikjum morgundagsins.. ÁFRAM SELFOSSSTELPUR, baráttukveðjur :)

Guðfinna (IP-tala skráð) 26.12.2011 kl. 23:47

4 identicon

Gott að allt gékk vél við hugsum til ykkar á morgunn vonandi vaknið þið öll í baráttu hug á morgunn kv. Dóra

Dóra og Katla (IP-tala skráð) 26.12.2011 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband