Tap en þó sigur !
28.12.2011 | 14:59
Vá maður, þvílíkur leikur á móti viðbjóðslega sterku dönsku liði, við héldum að stelpurnar ættu ekki meira inni en þær fundu einhverja aukaorku og nýttu hana áðan, en það dugði ekki til sigurs, því miður. Þær gengu samt allar stoltar af velli, þær gerðu sitt besta hvorki meira né minna. Basti var fullur lotningar eftir leik, átti varla orð til að lýsa baráttuviljanum.
Nú er verið að borða rúnstykki og ávexti, síðan smá hvíld áður en farið verður í síðasta leikinn.
Já leikurinn endaði 15-11. Stelpurnar komust næst í 10-9 en þá var þrekið farið að þrjóta og þær dönsku gengu á lagið.
Stutt í næst leik, stelpurnar allar uppá sitt besta. Meira í kvöld,
Athugasemdir
Vá þvílíkur leikur sem þetta hefur verið, Brynjar var amk ekki komin á jörðina þegar ég heyrði í honum fyrr í dag (þrátt fyrir tap) Algjörar hetjur þessar stelpur :))
Gaman að sjá myndir og hlakka til að lesa færslu kvöldsins !
Elín Eir (IP-tala skráð) 28.12.2011 kl. 16:57
SNILLINIGAR,,, hlökkum til að lesa meira í kvöld. Við erum líka endalaust stoltar af þessum flottu skvísum :O)
BARÁTTUKVEÐJUR OG ÁFRAM SELFOSSSTELPUR
Guðfinna (IP-tala skráð) 28.12.2011 kl. 18:10
þið eruð bestar þið takið þetta á morgun
SÓLVEIG GUÐJÓNSDÓTTIR (IP-tala skráð) 28.12.2011 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.