Morgunstemning í Svíþjóð
30.12.2011 | 06:44
Jæja þá eru allar stelpurnar komnar á fætur, ræs var kl 06:30 þar sem leikur er kl 11:00, allar búnar að borða morgunmat, smá hvíld núna, hlustað á tónlist og slakað á, tökum strætó kl 09:40 á leikinn.
Eigum leik við Torp frá Noregi í dag, þær eru eins og við taplausar í keppninni um sæti 17-20, hafa unnið andstæðingana stærra en við höfum gert, verður erfiður leikur, sjáum hvað setur stelpurnar eru klárar þótt margar þeirra séu orðnar þreyttar eftir mikið álag. Við vitum að þær munu gefa allt í þennan leik eins og alla hina, sendið góða strauma á þær.
Að leik loknum förum við beint að horfa á strákana spila um 3.sæti, vonandi að þeir nái að landa bronsinu, þeir voru hrikalega svekktir eftir tapið í gær í undanúrslitum, eitthvað komu dómarar þar við miður góða sögu, vonandi að þeir standi sig.
Tökum síðan nokkra tíma í verslanir seinni partinn, kíkjum síðan líklega í keilu og endum á að fara til Papa Joe's og fá okkur pizzu í kvöld.
Athugasemdir
Baráttukveðjur úr Kálfhólunum ;)
Guðfinna (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 08:22
Þið vinnið þennan leik stelpur - ekki spurning!! Handboltaknús á ykkur öll.. Áfram Selfoss :)
Beta (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 09:41
koma svo stelpur vinna þetta í dag knús og kossar
SÓLVEIG GUÐJÓNSDÓTTIR (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 10:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.