H&M og Pizza Hut
30.12.2011 | 20:16
Hrikalegur sóknarbolti í mollinu í dag, leiknar voru 90 mínútur allar á móti öllum og með öllum, jafnt að loknum venjulegum leiktíma og því var framlengt um 45 mín, að því loknu var tekið matarhlé, stelpurnar náðu reyndar að skjótast í nokkrar sóknir meðan beðið var eftir matnum.
Pizzurnar runnu ljúflega niður, á mettíma, stelpurnar náðu síðan einum hálfleik að honum loknum og síðan löbbuðum við öll heim, nokkrum innkaupapokum ríkari.
Afslöppun og skemmtilegheit með Selfossstrákunum í skólanum okkar sem við Íslendingarnir höfum út af fyrir okkur í nótt.
Ræs snemma í fyrramálið, rútan fer kl 07:00 til Kaupmannahafnar, síðan flug frá Kaupmannahöfn kl 13:20, lendum í Keflavík kl 15:30 þar sem Smári kemur og kemur okkur heim á Selfoss.
Athugasemdir
Frábæri pistill, ég sé þetta svo fyrir mér :D
Góða ferð heim, hér bíða allir spenntir :)
Elín Eir (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 20:24
hahaha snilldin ein ;) talaði við eina í dag sem átti góðan leik ;) hehehe - góða heimferð og takk Magnús fyrir að leifa okkur að fylgjast með hér heima :)
Guðfinna (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 21:11
Já - tek undir með hinum múttunum.. frábært að fá að fylgjast með ykkur á blogginu.. maður náði algjörlega að lifa sig inní þetta með ykkur. Hlakka til að sjá ykkur á morgun. Sigtúns-knús :)
Beta (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.